Góða kvöldið...maður verður nú að blogga fyrst það er 29. febrúar ... erum búin að hafa það rosalega gott um helgina, djamm á föstudag sem var mjög fínt, og svo var tekin spóla, keypt nammi og haft það mjög notalegt í gærkvöldi. Svo er bara búin að vera rólegheit í dag .. reyndar fór ég að þvo bílinn sem endaði með ósköpum, því Ágústi Helga datt í hug að opna gluggann hjá sér og ég að sjálfsögðu tók ekki eftir því og það fór allt á flot, hann, Jón Elí og allt aftursætið ... bara snilld sko og þurfti því að hætta að þvo bílinn og fara heim á hálfhreinum bíl og setja strákana í þurr föt! jæja ekki meira í bili ... nema spurning dagsins "hvernig fer kona að því að eignast eingetið barn?"
..er komin í þetta líka fínasta skap og er að fara að kíkja út með Unu minni og honum Gogga... skrifa meira á morgun ... hafið það gott eskurnar og komið vel fram við hvort annað
nenni ekki að skrifa neitt núna er í svo vondu skapi að það hálfa væri nóg ....langar mest að flytja til Ástralíu eða eitthvað nógu langt í burtu frá þessu landi
jæja hvað segiði þá.... bara mjög fínt að frétta af okkur fyrir utan þennan fjandans kulda alltaf ... væri alveg til í að fara að fá vor bara (bjartsýn hehe) það stefnir í djamm á föstudag og svo aftur á þarnæstu helgi því þá er árshátíð HA ... það verður örugglega mjög gaman og gott að éta og mikið að drekka Fór í 4 tíma af fósturfræði í dag, mér finnst alltaf jafnótrúlegt að þetta sé yfir höfuð hægt og hvað maður er heppin að eiga heilbrigð börn, því það þarf ekki mikið útaf bera til að eitthvað komi uppá. En hérna á Ak er ekki maskað og er Ágúst Helgi búin að kvarta soldið yfir því, bara fáránlegt að geta ekki farið að maska, en það verður öskudagsball á leikskólanum á morgun, og slegið poppið úr tunnunni og fleira gaman þannig að það eru smá sárabætur fyrir hann .... jæja nóg í bili eskurnar
jæja konudagurinn í dag... það var nú ekki mikið um það að ég fengi dekur! Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, fór útað leika með strákonum, þreif íbúðina, þvoði gardínur, bakaði og eldaði svo Lambahrygg með fullt af meðlæti (fyrirmyndar húsmóðir). Mér finnst þessi konudagur bara asnalegur sko, mæðradagurinn er miklu betri því þá fæ ég örugglega pakka frá strákonum mínum því pabbar þeirra eru svo hugulsamir að þeir gefa þeim örugglega pening til að kaupa mæðradagsgjöf fyrir mömmu sína! hí hí hí hí mjög líklegt að það gerist ... annars bara allt gott og ekkert að frétta, ég missti víst af rosaballi í gærkvöldi þar sem sumir drukku meira en aðrir hehehe... hafið það rosalega gott ... og þið karlmenn þarna úti sem eigið konur, verið rosalega góðar við þær
ég er svo mikill engill ákvað að sleppa bara djamminu og vera heima með prinsonum og vakna hress og kát í fyrramálið og laus við þvynku .... en tek á því á næstu helgi þegar Una mín kemur ... við hlökkum ekkert smá til að fá þau öll til okkar ... við munum hafa það rosalega gott og Ágúst Helgi ætlar sko að leifa henni Sögu sinni að sofa í efri kojunni ... en ætla að fara að henda mér í sófann og hafa það gott! Bið að heilsa í bili og farið hægt um gleðinnar dyr ... kær kveðja Katrín úber stilta
Skítamórall er að spila í Sjallanum í kvöld ... og stóra spurningin er á maður að djamma eða ekki, get engan veginn tekið ákvörðun um það, í gærkveldi var ég ákveðin í að fara, klukkan níu í morgun var ég hætt við, á hádegi hætti ég við að hætta við og svo hætti ég aftur við og núna bara veit ég ekki hvað ég að gera ég á það nú alveg skilið allavega að djamma aðeins eftir frammistöðu mína á prófinu í gær
hæ hæ .... ég er að deyja úr stressi þessa stundina, er að fara í verklegt próf í hjúkrun eftir klukkutíma og finnst ég skyndilega ekkert kunna ... vona bara að ég fái auðvelt verkefni og allt gangi vel, ætlaði bara að deila þessu með ykkur, verð að halda áfram að lesa ... skrifa meira seinna
góða kvöldið! Allt fínt að frétta frá Akureyris í dag, haldiði að það hafi ekki bara gengið svona líka svakalega vel með fyrirlesturinn í dag ... fengum 37 stig af 40... við erum sko bara klárastar í þessu
hehe! Ég frétti að það hefði verið voða gaman í Bolungarvíkinni um helgina, hefði sko viljað vera með ... en maður getur víst ekki verið allstaðar ;) Fékk frábærar fréttir um helgina ... er sennilega að fá alveg yndislega heimsókn eftir 10 daga og hlakka ekkert smá til ... jæja hef ekki meira að segja í bili, verð að fara að læra því það er próf á föstudaginn .... en einn gullmoli frá syni mínum að lokum, var að syngja fyrir hann "sofðu unga ástin mín" og þá leit minn á mig og öskraði " ég heiti ekki unga, ég heiti Jón Elí" hehe þetta barn er bara snillingur
Vogir vekja oft rómantískar tilfinningar og þykja kynþokkafullar, enda klæða þær sig oft djarflega og tælandi. Einna mest áberandi í fari þeirra er þó hvað þær eru blátt áfram og óþvingaðar, enda er Vogin merki félagslegra samskipta. Þær eru gæddar miklum persónutöfrum en eru oft dular og vilja ekki bera vandamál sín á torg og þær eiga líka oft erfitt með að taka ákvarðanir. Engu að síður er þeim mikið í mun að ná markmiðum sínum, hvort sem það er félagslega eða í samböndum, t.d. hjónabandi. Vogin er í eðli sínu diplómatísk og mikill sáttasemjari og á auðvelt með að lægja öldur. Vogir hafa sterka réttlætiskennd, en þola illa háværar deilur og ósamlyndi af öllu tagi. Þær vilja mjög gjarnan fá að vita að þær séu mikils metnar og eiga bágt með að vera einar. Þess vegna velja þær sér oft störf, þar sem mannleg samskipti eru í fyrirrúmi, og Vogin nýtur sín einkar vel í opinberu starfi. Voginni hættir til að gera öðrum hærra undir höfði en sjálfri sér og mætti gjarnan tileinka sér meiri sjálfsþekkingu og ýtni, ekki síst ef hún ætlar að ná frægð og frama. - hvernig finnst ykkur þetta passa við mig??
já vona að þið eigið ánægjulegan valentínusardag ..... og þið fyrir vestan sem eruð að fara á kúttmagakvöld eða kvennakvöld .... GÓÐA SKEMMTUN og djammið nú fyrir mig líka þar sem ég þarf að eyða kvöldinu í að læra
Halló! Ég gleymdi nú alveg að segja ykkur að ég fór á Bolvíkingaball á laugardaginn, það var bara ótrúlega gaman, hitti fullt fullt af liði sem maður hefur ekki séð lengi þar á meðal kennarann sem kenndi mér í 6 ára bekk - bara gaman að því. Þetta var heljarinnar stuð og þegar því balli var lokið þá var ég nú ekkert til í að fara heim að sofa þannig að ég fór niðrí bæ á pravda og svo á sólon .... maður verður nú að taka djammið með stæl í borg óttans. Er í því skemmtilega verkefni núna að búa til fyrirlestur um hægðalyf ;) mjög spennandi, búin að vera að lesa mér til um hægðalyf tekin inn um munn og um endaþarm .... þetta nám er náttúrulega bara skemmtilegt og spennandi fynnst ykkur ekki! Annars er það að frétta að það er bara MJÖG líklegt að ég fái að taka verklega námið á sjúkrahúsinu á Ísafirði þannig að þá kem ég heim 29. mars og verð alveg fram yfir miðjan apríl, þannig að þið öll fyrir vestan sem saknið mín getið glaðst yfir því ;) ... og svo er maður að bíða eftir svari um vinnu fyrir vestan í sumar því auðvitað kemur maður heim í sæluna .... fer ekkert að hanga hérna í allt sumar :þ ... Au pairið mitt (mamma) er að fara á laugardaginn og þá þarf maður að fara að þvo og elda og þrífa og vaska upp og gera allt sjálf úfff ... er einhver annars sem vill koma í heimsókn í staðin og vera aupair hjá mér?? :þ jæja best að fara að halda áfram með hægðalyfja fyrirlesturinn ... bið að heilsa ykkur í bili
Góða kvöldið! Er komin heim úr borginni ... kom reyndar í gær en var svoo þreytt að ég nennti ekki einu sinni að skrifa hérna. Það var geðveikt gaman, djammað, verslað og margt fleira gert!! En skelfilega var erfitt að mæta í rútuna klukkan hálf tólf í gærmorgun, úff ætlaði ekki að nenna því, en maður varð náttúrulega að koma sér heim til prinsanna sem biðu spenntir eftir að mamma kæmi heim með pakkann úr reykjavík! Annars bara harkan tekin við aftur lærdómur og vakna klukkan sjö á morgnana ;) ... en hvað er annars að gerast þarna fyrir vestan, er fólk hætt að mega auglýsa húsin sín til sölu?? ... er allt að verða vitlaust, eða hefur fólk bara ekkert annað að gera en að búa til kjaftasögur og rífa niður auglýsingar hehe ...jæja nóg í bili ... veriði nú góð við hvort annað ... góða nótt gullin mín
Góða kvöldið ... mjög gaman að vita að þið lesið .. takk kærlega fyrir það. Það er búið að vera nóg að gera, læra, fara í ljós og sjæna sig vel fyrir reykjavíkurferðina. Leggjum í hann klukkan hálf eitt á morgun :) .. annars er voða fátt að frétta, bara allt á kafi í snjó, og Jón Elí með kvef og hita :( ... jæja ætla að fara að klára að pakka ... ég skrifa aftur á sunnudag og segi ykkur þá allt um reykjavíkurferðina .... eða kannski ekki alveg allt hehe ;) hafið það gott elsku dúllurnar.