Halló! Ég gleymdi nú alveg að segja ykkur að ég fór á Bolvíkingaball á laugardaginn, það var bara ótrúlega gaman, hitti fullt fullt af liði sem maður hefur ekki séð lengi þar á meðal kennarann sem kenndi mér í 6 ára bekk - bara gaman að því. Þetta var heljarinnar stuð og þegar því balli var lokið þá var ég nú ekkert til í að fara heim að sofa þannig að ég fór niðrí bæ á pravda og svo á sólon .... maður verður nú að taka djammið með stæl í borg óttans. Er í því skemmtilega verkefni núna að búa til fyrirlestur um hægðalyf ;) mjög spennandi, búin að vera að lesa mér til um hægðalyf tekin inn um munn og um endaþarm .... þetta nám er náttúrulega bara skemmtilegt og spennandi fynnst ykkur ekki! Annars er það að frétta að það er bara MJÖG líklegt að ég fái að taka verklega námið á sjúkrahúsinu á Ísafirði þannig að þá kem ég heim 29. mars og verð alveg fram yfir miðjan apríl, þannig að þið öll fyrir vestan sem saknið mín getið glaðst yfir því ;) ... og svo er maður að bíða eftir svari um vinnu fyrir vestan í sumar því auðvitað kemur maður heim í sæluna .... fer ekkert að hanga hérna í allt sumar :þ ... Au pairið mitt (mamma) er að fara á laugardaginn og þá þarf maður að fara að þvo og elda og þrífa og vaska upp og gera allt sjálf úfff ... er einhver annars sem vill koma í heimsókn í staðin og vera aupair hjá mér?? :þ jæja best að fara að halda áfram með hægðalyfja fyrirlesturinn ... bið að heilsa ykkur í bili