Góða kvöldið...maður verður nú að blogga fyrst það er 29. febrúar ... erum búin að hafa það rosalega gott um helgina, djamm á föstudag sem var mjög fínt, og svo var tekin spóla, keypt nammi og haft það mjög notalegt í gærkvöldi. Svo er bara búin að vera rólegheit í dag .. reyndar fór ég að þvo bílinn sem endaði með ósköpum, því Ágústi Helga datt í hug að opna gluggann hjá sér og ég að sjálfsögðu tók ekki eftir því og það fór allt á flot, hann, Jón Elí og allt aftursætið ... bara snilld sko og þurfti því að hætta að þvo bílinn og fara heim á hálfhreinum bíl og setja strákana í þurr föt! jæja ekki meira í bili ... nema spurning dagsins "hvernig fer kona að því að eignast eingetið barn?"