jæja konudagurinn í dag... það var nú ekki mikið um það að ég fengi dekur! Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í dag, fór útað leika með strákonum, þreif íbúðina, þvoði gardínur, bakaði og eldaði svo Lambahrygg með fullt af meðlæti (fyrirmyndar húsmóðir). Mér finnst þessi konudagur bara asnalegur sko, mæðradagurinn er miklu betri því þá fæ ég örugglega pakka frá strákonum mínum því pabbar þeirra eru svo hugulsamir að þeir gefa þeim örugglega pening til að kaupa mæðradagsgjöf fyrir mömmu sína! hí hí hí hí mjög líklegt að það gerist ... annars bara allt gott og ekkert að frétta, ég missti víst af rosaballi í gærkvöldi þar sem sumir drukku meira en aðrir hehehe... hafið það rosalega gott ... og þið karlmenn þarna úti sem eigið konur, verið rosalega góðar við þær