Var að setja inn myndir á myndasíðuna okkar, ....Æðislegar myndir sem teknar voru á ljósmyndastofum um daginn! Endilega kíkið á þær.... og athugið að það er hægt að gera comment á myndirnar, skrifið það neðst á síðunni fyrir neðan myndirnar :) Helena er sú eina sem hefur gert það hehe... endilega commentið
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey: 1. Verða hjúkrunarfræðingur, hjúkrunarforstjóri og svo heilbrigðisráðherra ;) 2. Eignast risa stórt hús 3. Og rosalega fallegan hund 4. Og ótrúlegan sætan og góðan mann sem er á frystitogara 5. Fara til útlanda ... hef ekki farið í 20 ár!!!! 6. Verða besta AMMA í heimi 7. Sætta mig við það sem ég get ekki breytt
7 Hlutir sem ég get: 1. sprautað, sett upp þvaglegg og fullt af hjúkkustörfum 2. verið til staðar fyrir vini mína 3. verið fyndið og hlegið mig máttlausa með vinum og fjölskyldunni 4. verið rosalega sjálfstæð 5. Gert allt sem þarf að gera á heimilinu t.d. þvo, þrífa, bora í vegg, negla, sett saman húsgögn, mála ofl. 6. prjónað, föndrað, saumað 7. verið góð við allt og alla ;)
7 hlutir sem ég get ekki: 1. hugsað mér líf án gullmolanna minni 2. gefið skít í fólk ;) 3. haft drasl í kringum mig, sumir kalla mig Monicu í þeim efnum ;) 4. HEKLAÐ 5. verið án vina minna :) 6. sætt mig við ákv. hluti 7. .. ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ KOMAST HEIM UM JÓLIN ;)
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið: 1. hendurnar ... verða að vera stórar og verkamannalegar 2. persónuleikinn 3. augun 4. húmorinn 5. VERÐUR að vera barngóður 6. verður að eiga Land Cruiser 7. verður að vera á frystitogara
7. frægir sem heilla: 1. GUMMI JÓNS 2. BUBBI 3. Baltasar Kormákur 4. þekki enga fleiri fræga nema kannski Herbert og hann heillar ekki!!! 5. 6. 7.
7 orð/ setningar sem ég nota mikið: 1. Oh my god 2 Strákar viljiði hætta að slást!! 3. heyriði ekki það sem ég er að segja. 4. Nei það er ekki nammidagur 5. Þú verður að læra og fara í skólann það eru lög í þessu landi hér! 6. skiluru 7. ég er í vondum málum, ég er skítfallin í þessu
7 hlutir sem ég sé núna: 1. tölvuna mína 2. 3 stk greinar á ensku um útskriftar áætlun, og ein á portúgölsku ;) 3. glósur 4. pennar 5. hillur 6. gatari 7. skóaldót, bókhaldsdót og sumavélina
úfff það er alltof mikið að gera hjá mér, er loksins búin í verknáminu 5 vikur takk fyrir .... bæði á bæklun og geðinu ;) samt mjög gaman en var ansi þreytt á föstudaginn eftir þessa törn. Er svo að gera 3 verkefni núna og fara að byrja að lesa undir próf. Ég hlakka svo til að komast heim í víkina mína fögru í jólafrí, ég og Ágúst komum 16. desember. En mamma, Jón Elí og Kristín Birna ætla að fara núna um mánaðarmótin.
Jæja verkefnin bíða ... hafið það gott kæru vinir :)
Í dag er 2. nóvember og í dag eru 14 ár síðan síðan ég lenti í skelfilegustu reynslu lífs mín, þetta er reynsla sem markeraði mig mjög mikið og mótaði mig, og og á stóran hlut í hvernig manneskja ég er.
Núna undanfarið hef ég hugsað mjög mikið um missir og sorg, hver dagurinn á fætur öðrum hefur komið þar sem maður minnist ákveðinna atburða, t.d. 24. okt hefði amma átt afmæli, 26. okt voru 10 ár frá snjóflóðinu á Flateyri, 27. okt var afmælisdagurinn hans Ágústar bróður og núna í dag eru 14 ár síðan hann dó. En ég reyni að passa mig að festast ekki í því að hugsa um það sem ég hef misst og hvað lífið getur verið grimmt, heldur reyni ég að hugsa um hvað ég hef eignast og hvað lífið getur verið yndislegt og gott. Það er nóg fyrir mig að líta á litlu kraftaverka prinsessuna mína, sjá hana brosa og hlægja og sjá fallegu stóru bláu augun hennar ljóma þá finn ég svo sterkt hvað lífið getur verið gjöfullt og gott. Ég er svo rík og lánsöm að eiga 3 yndisleg, falleg börn og dásamlega fjölskyldu og yndislega vini og það er það sem maður á að hugsa um og rækta sambandi við þau og njóta þess að hafa þau á meðan maður hefur þau!! Og vera þakklátur og ég er svo innilega þakklát og ég er líka þakklát fyrir þá reynslu sem hef, þó svo að missir sé alltaf mjög erfiður þá getur maður á vissan hátt nýtt sér hann til góðs, og ég tel að ég hafi gert það og fyrir vikið sé ég sterkari, betri og þakklátari manneskja.
Jæja þetta var ansi djúpt í dag, gæti kannski skýrst af því að ég er komin í verknám á geðdeild ;)
Núna eru Ágúst Helgi, Kristín Birna og mamma farin vestur þannig að ég og Nóní minn erum bara alein í kotinu, við ætlum að kveikja á kertum og hafa það kósí í kvöld.
Hafið það gott, verið þakklát og glöð yfir öllu því sem lífið gefur.