...........ég er að tapa mér... við erum öll búin að liggja lasin þessa viku, nú er Jón Elí samt loks orðinn hress, ég er að hressast svona smátt og smátt en Ágúst Helgi er ENNÞÁ LASINN!! hann komst á leikskólann í 2 daga í síðustu viku og sló þá svona heftarlega niður aftur að hann er búinn að liggja síðan, mér er sko ekki farið að standa á sama um þetta því hann er orðinn mjög slappur og vill lítið borða og drekka þannig að nú er bara næsta skref að fara með hann til doktorsins.
kveðja úr flensubælinu.
Katrín sem hefur ekki komist út í tæpan hálfan mánuð og farin að þrá að komast í skólann!!!
... mér verður víst ekki að ósk minni um að komast í skólann á morgunn, Jón Elí er kominn með yfir 40 stiga hita og sárlasin.......á svona stundum vantar mig svo mömmu til að hjálpa mér, en sem betur fer á ég hana Unu mína bestustu að, hún ætlar að koma í fyrramálið og skutla Ágústi á leikskólann fyrir mig..... já það er gott að eiga góða að þegar eitthvað bjátar á..... jæja ætla að halda áfram að hjúkra prinsinum mínum sem er svo ósköp lasin mömmustrákur núna.
Góða kvöldið gott fólk!
Nú er helgin senn á enda, þetta er búin að vera ansi róleg og góð helgi þar sem Ágúst er enn að jafna sig eftir þessa skelfilegu pest erum við aðallega bara búin að vera inni. Ég er búin að vera fyrirmyndar húsmóðir, búin að vera að þrífa, þvo, baka bananabrauð, elda dýrindis sjávarréttasúpu og í dag bakaði ég þessa líka gúmmelaði MARS tertu ummm. Svo erum við bara búin að reyna að hafa það gott, á milli þess sem þeir bræður hafa slegist hehe, bræður berjast og munu sennilega alltaf berjast, en samt eru þeir nú yndislegustu bræður í heimi.
En á næstu helgi ætlar ég fyrirmyndar húsmóðirinn að skella mér í djammgallann og fara í Sjallann á Sálina og djamma fram á morgun hehe, kominn tími til þar sem ég hef eiginlega ekkert djammað síðan á annan í jólum, tel ekki áramótin með þó ég hafi farið á ball því það var leiðinlegasta djamm EVER .. omg ég verð pirruð á því að hugsa um það, enda er ég líka alveg búin að sjá það að mér er ekki ætlað að skemmta mér á áramótum því í fyrra var ég emjandi heima með tannrótarbólgu og núna vara ég emjandi úr leiðindum í Víkurbæ og komst ekkert þar sem Óshlíðin var lokuð og það vildi enginn skutla mér á bát til Ísafjarðar hehehe.
Jæja nóg komið í bili,
en hér kemur einn gullmoli sem datt uppúr Ágústi Helga núna í vikunni, hann er með eindæmum einlægur og orðheppinn þessi prins minn og reyndar Jón Elí líka!
Ágúst: mamma! ein kona sem ég þekki hún er svo feit að ég get notað hana fyrir bókahillu!!! .... það er með ólíkindum hvað þeim getur dottið í hug! .. og það var ekki það að hann væri að setja útá að hún væri feit því hann veit vel að maður gerir ekki grín að öðrum heldur fannst hann þetta vera rosalegur kostur við hana að geta notað hana undir bækurnar! ..... ég þurfti að taka á öllu mínu að fara ekki að hlægja því aðra eins samlíkingu hef ég sjaldan heyrt .... BÓKAHILLA!!
jæja gott fólk.
Nú er ég búin að vera heima í 2 daga með Ágúst Helga lasarusinn minn, hann er búinn að vera með hita og kvef þannig að við höfum bara reynt að hafa það notalegt hér heima. En ákvað að nota tímann til að gera nýtt look á síðuna. Hvernig líst ykkur á??