Minn elskulegi bróðir Ágúst Helgi á afmæli í dag, hefði orðið 32 ára. Nafni hans er búinn að kveikja á kertum og teikna mynd fyrir hann og hann er viss um að Ágúst engill komi svífandi inn til sín í nótt og sæki myndina. Aðal áhyggjurnar voru þær hvort að hinir englarnir mundu ekki örugglega baka afmælisköku fyrir hann og gefa honum pakka, hann er svo mikið yndi þessi drengur. En knús og koss til himna ... og ég sakna þín svooo elsku brói!
jæja Helenu sætu finnst kominn tími á að ég bloggi um mitt skemmtilega líf .... það er nú ekki mjög margt búið að gerast, reyndar á síðasta fimmtudag fór ég á konukvöld létt 96,7 það var mjög gaman, fór með stelpunum í bekknum, fórum fyrst á Bautann og fengum okkur að borða, Jón Elí kom með mér þangað og hann lék á alls oddi, leið ekkert smá vel innan um allar þessar sætu stelpur! Á laugardaginn var svo aftur djamm, fór á Eirarkvöld þar sem ljúfur bjór var drukkinn og svo kíktum við hjúkkugellurnar í Sjallann og OMG ég held ég hefði getað verið amman þarna inni, úfff hvað það er mikið af ungu fólki sem fer í Sjallann (eða þá að ég sé bara svona fjandi gömul, neee held ekki sko). Þannig að við skunduðum yfir á Kaffi AK sem var súrefnislaust með öllu en við dönsuðum samt smá og svo fór ég og keypti sveittann hammara og kom heim um fjögur, fínasta skemmtun. En já svo fór ég með Ágúst minn í hjartasónar í gær, en það kom sem betur fer bara vel út, það heyrðust einhver hjarta óhljóð hjá honum í 5 ára skoðuninni um daginn þannig að hann var sendur í tékk en allt í góðu og allt eðlilegt.
Svo er Gerður Ágústa sæta frænka mín í heimsókn hjá okkur, rosa gaman að hafa hana og svo fjölgar líka um einn í viðbót á morgun þegar hún Svava okkar kemur til okkar ... þannig að þá verður þetta orðið 5 manna heimili
töffarinn minn, 3ja ára og pissar sko standandi því "allir krákar dera holleiðis" og þar af leiðandi pissar hann útum allt því hann nær varla uppá setuna, hann neitar að renna upp úlpunni og flíspeysunni því "hann er rrosa dæji" og t.d. í morgun fór hann út í 5 stiga hita með rennt frá! Hann vill stjórna því sjálfur í hvaða föt hann fer í á morgnana og verður mjög grömpí ef þau eru í þvotti! Hann stjórnar heimilinu og ef það gengur ekki þá rýkur hann inní herbergi og skellir á eftir sér .... já hann er snillingur þessi strákur og ég á hann ;)