Minn elskulegi bróðir Ágúst Helgi á afmæli í dag, hefði orðið 32 ára. Nafni hans er búinn að kveikja á kertum og teikna mynd fyrir hann og hann er viss um að Ágúst engill komi svífandi inn til sín í nótt og sæki myndina. Aðal áhyggjurnar voru þær hvort að hinir englarnir mundu ekki örugglega baka afmælisköku fyrir hann og gefa honum pakka, hann er svo mikið yndi þessi drengur. En knús og koss til himna ... og ég sakna þín svooo elsku brói!