Jæja kannski tími til að skrifa eitthvað, ég semsagt fór ekki á EGO á síðustu helgi því Bubbi greyjið var veikur þannig að því var frestað, þeir verða í kvöld en ég ætla ekki að fara... mar djammar nú ekki á hverri helgi. En við fórum nú samt út á síðustu helgi, kíktum í partý og svo á kaffi Ak, það var bara fínt fyrir utan allt skrítna fólkið á kaffi Ak. Svo er djamm á næstu helgi, náttfatapartý hjá Ólöfu á fimmtudag og svo SPRELLMÓTIÐ á föstudag ... baara gaman og mamma besta er að koma til mín á fimmtudag svo að uppáhaldsdóttirin komist á djammið hehe. Vá ég bjó til svo svaðalega góða pizzu í gærkvöldi úfff ... gestirnir rúlluðu út þeir voru svo saddir, ég er snilldarkokkur, alveg er það óskiljanlegt að svona góð húsmóðir einsog ég eigi ekki mann til að elda ofan í!!
Gummi besti bróðir minn á afmæli í dag, innilega til hamingju með það og ég væri alveg til í að geta mætt í kökur, svo eiga mamma og pabbi afmæli á mánudag og svo styttist í mitt afmæli. Nóg að gera sko í afmælisgjafakaupum þessa mánuði ... spáið í því að af 5 manna fjölskyldu þá eigi allir afmæli í lok sept og í okt!!
1. september ... MERKILEGUR DAGUR! Í dag hófst nýtt kvótaár, frumburður minn hann Ágúst Helgi er 5 ára í dag og ég eignaðist lítinn frænda í dag þar sem Eyþór frændi og Jóna eignuðust son í nótt.
Skólinn er byrjaður og það er bara fínt, líst bara ágætlega á að vera byrjuð aftur.
Jón Elí var alls ekki sáttur við að eiga ekki afmæli í dag og varð hann alveg brjálaður í morgun yfir því, það var sama hvað hann sagði oft "pííííss (please) mamma má ég eiga afmæli í dag og gefa öllum krökkunum á leikskólanum ís..... þá ert þú besta mamma mín í öllum heiminum" svarið var alltaf nei þú átt afmæli í apríl ekki núna! Þannig að hann rauk í fýlu og sagði að ég væri leiðinlegasta mamma sín í öllum heiminum hehe hann er snillingur.
Annars er bara fínt að frétta, fékk smá kaupæði um helgina og keypti mér meðal annars aðra orkídeu, fjólubláa og passar hún vel við hliðina á hinni sem er hvít. Svo keypti ég mér líka myndaramma utan um myndina af Gústa bróðir, komin tími á nýjan rammi búin að vera í sama rammanum í 12 og hálft ár...... vá hvað tíminn er fljótur að líða.
jæja skrifa meira seinna
knús og kossar til ykkar frá Akureyrinni