Án vinar get ég ei brosað.
Án vinar get ég ei grátið.
Án vinar þekki ég ei
tilfinningar mínar.
Án vinar þekki ég ei
annarra sorg,
annarra gleði,
annarra ást.
Án vinar þekki ég ekkert.
Án vinar hefði ég ei þig,
þína ást, þinn skilning,
þína gleði, þína sorg.
Án þín ætti ég ekkert.
Inga Jóna Kristjánsdóttir