jæja gott fólk, gaman að fá svona mörg comment :)
Þá er ég komin í Bolungarvíkina mína, fór suður á föstudaginn og fór þá í Sandgerði að hitta Fríðu og krakkana og sjá fallega húsið þeirra. Á laugardaginn var Kringlan skoðuð :) og svo fór ég til Mörthu minnar alltaf gaman að koma til hennar, Stebban mín kíkti á okkur og við fórum aðeins út á lífið sem var að sjálfsögðu rosa stuð ... það er aldrei leiðinlegt hjá okkur :) .. svo fór ég vestur sunnudaginn. Ég er núna bara ALEIN heima hjá mömmu og pabba, frekar skrítið!! Mamma og pabbi eru fyrir norðan að passa gullmolana, ég get ekki sagt að þetta sé skemmtilegt, ekki jafn spennandi að vera ein heima núna og var þegar ég var 16!! Sakna gullmolana minna ólýsanlega mikið, veit ekki hvernig ég verð eftir 2 vikur :( .. ég verknámið er mjög fínt og skemmtilegt, það er eini plúsinn við þetta.
Besta mamma og besti pabbi í heimi eiga afmælið í dag ... til hamingju með það, vildi að ég gæti verið hjá ykkur og borðað með ykkur pönnsur :)
Svo er ég búin að uppgötva að ég gleymdi að senda fullt af fólki boðskort ... þannig að ef þú fékkst ekki boðskort þá endilega skelltu þér norður til mín 7. okt!!!
jæja ég kveð í bili
Katrín sem er still 29