hmmm fréttir fyrir þá fáu sem lesa þetta...
Það er nú margt sem hefur á daga okkar drifið, við erum komin á akureyri... litla fallega fjölskyldan einsog ÁH kallar okkur :) .. JE var rrrosalega glaður að vera komin til mömmu sinnir, þó svo að hann hafi skemmt sér mjög vel hjá ömmu og afa á blö þá bara elskar hann mig svo mikið að stundum verður honum illt í hrattanu (bara sætur sko)
Kristín Birna er komin á leiskólann Kiðagil þar sem JE er, og að sjálfsögðu fór hún létt með það að byrja þar, það var nú lítið mál og held ég að þetta hafi verið styðsta aðlögun sem barn hefur farið í á leikskólanum... hún er bara snillingur þessi stelpa!! Það eru alltaf að koma ný og ný orð hjá henni og t.d. segir hún essskar (aka elska þig) þegar hún fer að sofa. Við fórum í 18 mánaða skoðun í gær, þar sem hún stóð sig með sóma, er orðin rúm 11 kg (ætlar að vera kvenleg og pen einsog mamman hehe), svo fékk hún sprautu í lærið hjá lækninum og það heyrðist ekki púst í henni, brosti svo bara til hans og sagði takk og bless .... hörkutól eða hvað??
Svo fór JE í dag í 5 ára skoðun og stóð sig líka rosalega vel, fór ekkert að gráta við sprautuna (því hann vissi að litla systir hefði ekki farið að gráta) Hann er hörkutól og STÓRI bróðir!! Svo kom hann heim eftir það og þá voru tekin hjálparadekkin af hjólinu og gæjinn hjólaði bara af stað.
Stóri 7 ára skólastrákurinn stendur sig vel, duglegur að lesa og læra og er alltaf svo góður við litlu systur.
Mamman stendur sig líka vel hehe (bara til að vera í stíl við hina), skólinn á fullu og svo er það bara heilsugæslustöðin á ísafirði von bráðar... 4 vikna verknám þar ... en ætla nú að skreppa heim til að halda afmælið 7. okt ... boðskortin eru farin í póst og ég er svooo hrædd um að ég sé að gleyma einhverjum þannig að ef þið fáið ekki boðskort þá endilega látið mig vita því þá hef ég gleymt ykkur ... er svoo gömul og gleymin.
jæja nóg í bili
SVO VIL ÉG FÁ COMMENT, ÞAÐ ER DÓNASKAPUR AÐ LAUMAST Í HEIMSÓKN OG LÁTA EKKI VITA AF SÉR ;)
Kveðja
Katrín snillinga mamman