Vantar bara alveg í mig bloggandann núna Jóhanna mín en hér koma nokkrir puntkar
- síðasta helgi = snilldin ein, ég er svooo heppin að eiga svona skemmtilega og frábæra vini
- vinnan = já byrjuð að vinna, búin að vinna 3 vaktir og það er bara meiriháttar.
- börnin = alltaf jafn hress, kát og falleg, og prinsessan er BARA sæt labbandi útum allt, dansandi og segjandi NEI við öllu
- þarf að skreppa suður á þriðjudagsmorgun og kem aftur seinnipartinn ... í miður skemmtilegum erindagjörðum
- vikan = er búin að vera frekar erfið og ég er voðalega þreytt eitthvað núna, ætla bara að fara snemma að sofa og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum á morgun og njóta þess að vera í helgarfríi
- næsta helgi = kosningar, ætla EKKI að kjósa og verð á næturvöktum alla helgina.
- Lanzarote = eftir 17 daga!!!!!!!!!!!
- Prófin og einkunnir ... hmm einkunnir hvað er nú það .. eitthvað ofan á brauð?? allavega eru mínir kennarar ekkert að flýta sér að gefa svoleiðis!!
jæja er farin
Katrín þreytta