jæja þá er komin tími til að blogga úr vestfirsku sælunni :)
Ég, Helena og Jón Elí komum keyrandi á föstudaginn, fórum af stað rúmlega eitt .... ég gat ómögulega ákveðið mig hvort ég ætti að leggja í hann eða ekki þar sem stórhríð var á leiðinni, skafrenningur, hálka, hálkublettir og fleira skemmtilegt ... en svo ákvað ég bara að drífa mig og gekk ferðin bara mjög vel :)
Það var svoo gaman og gott að hitta prinsessuna mína, hún var nú ekki alveg að átta sig á þessu fyrst að mamma hennar væri virkilega komin en svo hefur hún ekki viljað sleppa mér síðan, hún er orðin svo stór og dugleg, alltaf að æfa sig að labba, svo gefur hún öllum five og klappar og dansar ... bara sæt sko.
Svo er nú þessi blessaða verkefna vinna, finnst fáránlegt að maður fái ekki einusinni páskafrí, þarf að nota fríið í hóp verkefnavinnu ... sem er augljóslega ekki mjög auðvelt þar sem eru tæpir 600 km á milli mín og verkefna félaganna ... en þetta reddast nú einsog allt annað.
Svo er að sjálfsögðu djamm um páskana... í svörtum fötum, jet black joe, aldrei fór ég suður, sagnakvöld og margt margt fleiri ...aðal vandamálið er að velja hvert maður eigi að fara.
Svo verður afmæli á föstudaginn, Jón Elí ætlar að halda afmælisveisluna sína þá, hann er að verða 5 ára ... alveg hreint ótrúlegt!
jæja börnin kalla
hafið það rosalega gott um páskana, elskið friðin og strjúkið kviðinn :)