Jæja föstudagurinn 3.mars, vá tíminn líður og ég verð þrítug áður en ég veit af :(
En á morgun er árshátíð HA, kjóllinn er klár inní skáp (geðveikt flottur) og allir fylgihlutirnir bíða eftir að ég skarti þeim, allt klappað og klárt, rauðar neglur, faglegt hár og tanið í lagi en það er eitt sem er ekki tilbúið og það er skapið mitt!! Ég er bara engan veginn stemmd fyrir þessu, reyndar er ég ekki stemmd fyrir neinu þessu dagan, ég er bara svooo grömpí og pirruð og leið og bara allur pakkinn...... lífið getur víst ekki verið dans á rósum alla daga !! því miður :(
En vonum að góða skapið láti sjá sig hér hjá mér ...... kannski kemur það með póstinum :)
jæja ætla að þjóta, gaurarnir eru að slást og prinsessan að vargast ;)
heyrumst, sjáumst, eða eitthvað og þið sem ætlið að djamma Á helginni ... góða skemmtun
Katrín grömpí old women