15. mars 2006 kl 07:28
Núna er nákvæmlega eitt ár síðan merkur atburður átti sér stað, þessi atburður vakti á sínum tíma spurningar, undrun og jafnvel hneikslun en hjá öllum sem máli skipta vakti hann gleði.
Já nákvæmlega núna er fallegasta prinsessan eins árs, þegar ég leit á hana fyrst fannst mér hún fallegust í heimi og hún er það enn, með fallegu stóru bláu augun sín leit hún á mig í fyrsta sinn fyrir einu ári og strax átti hún risa stóran stað í hjarta mínu. Hún er gleðigjafinn okkar, með brosið sitt stóra og bjarta, sem gæti brætt stæðstu ískjaka heims :) ..... þessi prinsessa hlaut síðar nafnið Kristín Birna og er Friðfinnsdóttir.
Í tilefni dagsins segja ég nú bara TIL HAMINGJU ÍSLAND MEÐ AÐ KRISTÍN BIRNA FÆDDIST HÉR!
set inn afmælismyndir í kvöld
Kær kveðja
Stoltasta mamman í heiminum