jæja kominn tími til............ Gleðilegt ár kæru vinir og takk kærlega fyrir allt gamalt og gott ;)
Árið 2005 var stórmerkilegt ár, og það gerðist mjög margt, gott og slæmt, skemmtilegt og leiðinlegt ... en á heildina litið var þetta gott ár því ég varð enn ríkari, þar sem fallegasta prinsessan í heiminum fæddist í mars ;) ...
En svona smá yfirlit.
Janúar - febrúar: skóli, veikindi, lungnabólga og ÁH lagður inná barnadeildina
feb - mars: verknám á FSÍ, sem ég þurfti svo að taka smá pásu á þar sem KB skellti sér í heiminn í miðju verknámi, tók á móti barni og upplifði eitt svakalegast moment lífsins.
apríl - maí: skólinn, blóðprufur, JE 4 ára, próflestur, próf og brilljant einkunnir hehe ... keypti svo eitt stykki íbúð ;)
júní - ágúst: kláraði verknámið og svo fór ég í fæðingarorlof, var full time mamma og fannst það æði, gerði líka margt skemmtilegt með góðum vinum og ættingjum, fór á mjög skemmtilegt ættarmót og kom svo norður í ágúst og flutti inní fallegu íbúðina MÍNA
Svo byrjaði frumburðurinn í skóla og amman flutti til okkar tímabundið til að passa litlu prinsessuna
sept: skólinn á fullu hjá mér og frumburðinum, sem að varð 6 ára 1.9
okt- nóv: verknám á bæklunardeild og geðdeild, mjög gaman og fræðandi, skóli, verkefnavinna, og margt fleira skemmtilegt
des: próf úfffff, lítið sofið og lítið borðað en svo komu jólin og þá var mikið sofið mikið borðað og drukkið smá ;) .. Jólin voru æðisleg, takk fyrir okkur allir þið sem senduð okkur pakka og kort. Áramótin voru ekki síðri nema að það vantaði þann elsta þar sem hann var í höfuðborginni á "sprengjudaginn", við skemmtum okkur mjög vel, JE er algjör sprengjumeistari og vildi að sprengjudagurinn væri oftar, KB svaf bara vært og var ekkert að kippa sér upp við öll lætin, fór að sofa kl níu og svaf fram á morgun.
Við erum allavega mjög sátt við þetta ár og ég held að árið 2006 verði okkur rosalega gott og ég er sannfærð um að þetta sér árið sem ............. allt gerist hehe ;)
jæja nóg í bili,
knús og góðar kveðjur frá Akureyrinni
Katrín