Kæru vinir og ættingjar, okkar bestu óskir um gleðileg jól og okkar
bestu kveðjur með einlægri von um að þið hafið það sem allra best
,borðið góðan mat og verjið dýrmætum tíma með ástvinum ykkar.
Við ætlum allavega að hafa það rrrrosa gott , borða mjög góðan mat,
og "dunda" okkur svo við að opna pakkaflóðið sem komið er undir jólatréð.
Svo ætlum við að njóta þess að vera saman-litla fjölskyldan og hitta góða vini
og ættingja. Og þið sem ekki fenguð jólakort, ekki vera sár, ég skrifaði 75 stk,
og hreinlega hafði ekki tíma til að skrifa fleiri ;)
Jólaknús frá okkur til ykkar
Katrín og gullmolarnir