... bull í brók!    

... bull í brók!

 

Velkomin(n) á síðuna mína, vonandi hefuru gaman af

Katrín Dröfn
að lesa núna

MSN

Sendu mér póst

Ýmislegt


myndasíðan okkar


fréttir úr sælunni
fréttir að vestan

Bloggarar


Una bestasta mín
Helena gella
Bekkurinn minn í HA
Rebekka skutla
Hjúkkugellurnar-Furulundi
Baldur
Ásta Marí­a
Bloggari dauðans
Martha sæta
Gyðjurnar góðu
Hulda Birna gella
Gógó kjarnakona
Elín frænka

Gestabókin
kvittaðu

Gamalt bull
janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 nóvember 2006 janúar 2007


eXTReMe Tracker


    fimmtudagur, september 01, 2005  

1. september runninn upp!! Þetta er yndislegur dagur, nýtt kvótaár og í dag eru líka nákvæmlegas 6 ár síðan að frumburðurinn leit dagsins ljós, já fallegi strákurinn minn hann Ágúst Helgi á afmæli í dag. Og það er sko margt búið að gerast hjá honum undanfarið, hann er byrjaður í skóla, hann er með lausa tönn og er búinn að læra að BLÍSTRA!! ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.

Svo er prinsessan sko komin á fullt, komin með TVÆR tennur, orðin 8 kíló og farin að rífa og tæta, hún hleypur um allt í göngugrindinni og er farin að rífa dúkinn af stofuborðinu, hún er sko engin rola, hörkukvenmaður þar á ferð.

Jón Elí finnst ótrúlega ósanngjarnt að fá ekki að fara í skóla, fá ekki að hafa með sér nesti á morgnana og hann er hvorki með lausa tönn eða að fá tönn, hann kvartar mikið undan þessu að hann fái aldrei neitt, og að ég hugsi bara um Kristínu Birnu og kaupi alltaf bara föt á hana en ekki hann..... það er sko erfitt að vera miðjubarnið ;) ...

Svo verður sko svaka matarboð hér á laugardaginn, innflutningsmatarboð fyrir fallegu og góðu vinkonur mínar, það verður án efa rosalega gaman, mikið spjallað og mikið hvítvín hehe ;)

Jæja held þetta sé orðið gott í bili
verið góð hvort við annað, og til hamingju með nýja kvótaárið ;)
kveðja
Katrín

    Katrin @ 00:15

~~~*~~~