jæja þá hef ég loksins smá tíma til að færa ykkur fréttir, við erum semsagt flutt í fallegu og frábæru íbúðina okkur og okku líður rosalega vel. Ég rumpaði þessu af einsog öllu öðru, flutti á fimmtudag (með góðra vina hjálp) og er búin að koma okkur alveg fyrir, meir að segja búin að græja geymsluna og raða öllum möppum og drasli þar, svo er ég líka búin að þrífa gömlu íbúðina og ojjjjj ég ætla ALDREI að leigja íbúð aftur við erum að tala um að ég þurfti að þrífa veggi og loft og rimlagardínur og bara ALLA íbúðina en núna á ég bara eftir að skúra og bóna og þá get ég skilað lyklunum og fengið trygginguna endurgreidda ogg þáááá ætla ég að kaup borstofuborð liggaligga lái hehe
Var að setja inn fullt af myndum á myndsíðuna okkar, þannig að endilega skoðið m.a. myndir af flottu íbúðinni.
kær kveðja
Katrín stolti íbúðar EIGANDI ;)