jæja góðan og blessaðan daginn.
Það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur, ýmislegt sem hefur gengið á m.a. var Ágúst Helgi með lungnabólgu í próftíðinni, Kristín Birna þurfti að fara í hjartasónar og Jón Elí í blóðprufu og margt fleira. En ég er búin að fá 3/4 einkunnum og það eru bara 2 áttur og staðið hjúkrun því ég fæ ekki einkunn úr henni fyrr en ég klára verknámið mitt.
Ég er búin að vera á fullu að undirbúa skirninna hjá fallegustu prinsessunni, hún er á morgun og verður hún skírð í yndislegu kirkjunni í Valþjófsdal og svo verður veisla hér á Holtabrúninni.
Svo er nóg framundan, á miðvikudag förum ég, Kristín Birna og Jón Elí til Rvk, Prinsessan litla þarf að mæta til barnahjartlæknis því hún er með 2 lítil göt á milli slegla og Jón Elí ætlar að fara til Erlu ömmu og Nonna afa og vera hjá þeim á Blönduósi í smá tíma.
Og svo á næstu helgi er sjómannadagshelgin og þá á að halda svaka djamm hjá árgangi ´76 því við eigum víst 15 ára fermingar afmæli....... já ég veit að þið trúið þessu ekki, því ég lít alltaf út fyrir að vera tvítug hehehehe
jæja best að klára skírnarkertið og fara svo að ryksuga, var að enda við að hanna ótrúlega gott salat. Já maður er nú ansi fjölhæfur.
En ég vil óska henni Guðbjörgu bestu minni innilega til hamingju með daginn á morgun, hún er að verða stúdent þessi snillingur....... þú ert flottust Guðbjörg mín.
Jæja nóg í bili, hafið það rosa gott.
Gullmolar frá Jóni Elí: Mamma ertu með banana í reyronum (minn soldið r mæltur) .... og mamma ef ég horfi á bannað mynd fæ ég þá MARDRAUM!!!
hehe snillingur