Í dag er mæðradagurinn og að því tilefni fékk ég gjöf í morgun frá yndislegu fallegu gullmolunum mínum. Ég fékk eina bláa rós frá Ágústi Helga, eina bláa rós frá Jóni Elí og eina bleika rós frá Kristínu Birnu og svo fékk ég líka gullfallega styttu. Ég á fallegustu og yndislegustu börn í heimi.