hæ hæ!
Ég vona að þið hafið haft það gott um jólin, allavega höfðum við það rosalega gott... og prinsarnir fengu fullt fullt af gjöfum! Það eru komnar inn myndir síðan á aðfangadag á myndasíðuna okkar.
Á annan í jólum skellti ég mér á jóladjamm, sem var mjög gaman, fór með Helenu minni og fleirum í Sjallann og þar hitti ég fullt af góðu og skemmtilegu fólki. Svo tók við lööönnnggg leit að partýi í víkinni, en það fannst ekkert partý (frekar lélegt sko) þannig að ég og Helena fórum bara hingað heim til mín og fengum okkur að éta fyrir svefninn.
Svo er bara verið að plana gamlárskvöld, fann uppskrift í dag að gómsætu sallati sem ég ætla að gera með kalkúninum, og svo ætla ég að hafa grillaðan humar í forrétt. Svo verður að sjálfsögðu farið á feitt djamm, því ég gat ekkert djammað á áramótunum í fyrra sökum heiftarlegrar tannrótarbólgu!! ... og ég heimta það að Bolvíkingar standi sig í stykkinu og haldi eftirá partý fyrir mig hehe
kveðja Katrín