Góðan daginn!
ég hef nú ekkert haft tíma til að skrifa neitt, og ekki um neitt merkilegt að skrifa því ég er búin að vera að læra og læra og læra, búin að fara í 3 próf þessa vikuna og fer í eitt kl 8 í fyrramálið... á laugardegi!!! ... það er búið að ganga ágætlega fyrir utan helv. sýkla ónæmis og veiru fræði prófið sem var bara MEST ósanngjarnasta próf ever! Núna eru bara 8 dagar þangað til ég, Una mín, Saga sæta og Ágúst prins setjumst uppí bílinn og keyrum vestur í sæluna, það er sko verið að telja niður á þessu heimili, við erum svo spennt að fara heim. Jón Elí fór vestur fyrir hálfum mánuði og er í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa, afinn stjanar við hann og gerir ALLT fyrir hann .... það er ótrúlegt hvað menn breytast við að verða afar, aldrei man ég eftir því að pabbi hafi haft tíma til að vera með mér inní herbergi að búa til kastala úr dýnum sængum og teppum hehe. En allavega sakna hans svoo mikið, og hlakka mikið til að knúsa hann, en hann er nú duglegur að hringja í mömmu sína og segja fréttir. Jæja þá er best að halda áfram að læra... verklegt líkamsmat í fyrramálið og svo 2 próf í næstu viku.
knús og klem