hæ hó alle sammen!
kominn tími til að skrifa eitthvað (allavega segir Ólöf það) hér er búið að vera nóg að gera, á þarsíðustu helgi fórum við mæðginin inní djúp til Stebbu og co, þar var mjög gaman einsog sjá má á myndunum sem ég setti í myndasafnið. Þar fórum við að veiða en við veiddum nú ekki mikið en prinsarnir fengu bara gefins fisk hjá öflugri veiðimönnum og komu færandi hendi með hann heim til ömmu, svo fórum við í sund í Reykjanesið sem var mjög notalegt. Svo á síðustu helgi skelltum við okkur á hestamannamót á föstudag og gistum í tjaldi, þar var mjög mikið fjör og fór Jón Elí ekki að sofa fyrr en klukkan hál þrjú um nóttina, vildi sko bara vera með í partýinu, þar var sungið og spilað á gítar fram undir morgun. Á laugardaginn var svo markaðsdagurinn hér í Bolungarvík og auðvitað misstu strákarnir ekki af því, Jón Elí kom heim voða rogginn með eiginhandaráritun á hendinni frá Birgittu Haukdal. Svo á sunnudaginn fórum við á sæluhelgi á Suðureyri þar sem að sjálfsögðu var mjög mikið stuð og þar hittum við fullt af ættingjum og vinum, það var nú haft orð á því hvar ég hefði eiginlega verið á laugardagsköldinu afþví ég mætti ekki á sæluhelgarballið, ætli sú gamla sé ekki bara að verða stillt ... kominn tími til hehe. Sumarið líður hratt og við verðum komin heim áður en við vitum af, strákarnir vilja helst fara að drífa sig strax HEIM, já þeir eru bara að verða Akureyringar held ég, vilja komast á leikskólann sinn og sofa í kojunni og leika með dótið sitt. Þetta er bara að verða ekta mömmu blogg hjá mér hehe .... jæja þetta er komið gott, er á næturvakt og ætla að fara að læra ... endilega kíkið á myndirnar
hafið það sem best