LOKSINS
jæja þar koma að því, ég er loksins komin með almennilega nettengingu í sveitinni! voru þið ekki örugglega farin að sakna mín?? hehe .... en annars bara fínt að frétta af okkur, búið að vera frábært veður og prinsarnir hafa varla mátt vera að því að koma inn til að borða ... ég varð að gjöra svo vel að smyrja samlokur og setja þær í poka um daginn því þeir gátu sko ekki komið inn í hádegismat! Var að setja inn nokkrar nýjar myndir á myndasafnið þeirra, endilega kíkið á það! Svo er svaðaleg djamm helgi framundan og úúú ég í helgarfríi! jæja ætla að halda áfram að dunda mér við skemmtilegu tölfræðina mína ...
knús frá mín til ykkar allra og hafið það gott!