Góðan daginn! Núna er ég bara orðin ein í kotinu, Ágúst fór til Rvk í gær og hef ég sjaldan verið eins stressuð um ævina, stóð útá flugvelli með tárin í augunum þangað til vélin var komin hálfa leið til Rvk, honum fannst þetta ekkert mál og fór sko beint í Kringluna að kaupa sér turtles kalla! Og svo brunaði ég á Blönduós með Jón Elí því hann ætlar að vera hjá Nonna afa og Erlu ömmu í nokkra daga. Ég svaf ekkert smá illa í nótt, mér finnst bara ekkert gott að sofa þegar prinsarnir mínir eru ekki hjá mér. En það verður nóg að gera hjá mér, er að fara að drífa mig í bæinn og fara í mjólkurbúðina, kaupa afmælisgjöf og margt fleira og svo á kannski að kíkja að smá djamm í kvöld en ekki mikið því ég þarf jú að vakna í fyrramálið og mæta í Lífeðlisfræðina. Svo stendur heilmikið til hjá mér í næstu viku ...en ætla ekki að segja frá því hér hehe ... jæja best að fara að drífa sig í bæinn ... bið að heilsa í bili