Góða kvöldið eskurnar mínar! Brjálað að gera núna er á fullu að þvo þvott og pakka niður fyrir Ágúst því hann er jú að fara í ferðalag á morgun, hann tilkynnti mér það að hann ætlaði að taka allt dótið og öllu fötin sín með sér því hann væri sko að fara HEIM til Bolungarvíkur, "eitt sinn víkari ávallt víkari hehe"! Ég er náttúrulega í stress kasti yfir því að fara að senda barnið mitt frá mér, og mun örugglega vera með hjartað í buxunum meðan hann er í fluginu til Rvk. Annars er það að frétta að synir mínir byrjuðu í danskennslu í dag, ég efast ekki um að Ágúst verði duglegur í því, en Jón Elí minn - mig hlakkar ekkert smá til að sjá hann dansa því hann er nú ekki liprasta barn sem ég veit um! Eftirvæntingin eftir árshátíðinni er orðin mikil og verður örugglega ógesslega gaman, Auddi og Sveppi kynna, Diddú er heiðursgestur og Paparnir spila á ballinu ... þetta getur ekki klikkað. Jæja best að klára að pakka niður ... see ya later