Jæja er kannski kominn tími til að skrifa eitthvað hérna hehe, ég verð eiginlega að standa við orð mín og skrifa fyrst Oddur og Nonni eru búnir að kvitta í gestabókina ;)
En af okkur er allt gott að frétta, ég kíkti á sæluball á Suðureyri og það var bara rosa gaman, það er alltaf gaman á Suðureyri :) ... Nú styttist í að við fallega litla fjölskyldan förum norður að pakka niður, ætlum að fara fyrir verslunarmannahelgi og vonandi koma Stebba og co með svo við getum gert eitthvað skemmtilegt saman. Við fáum svo íbúðina 14. ágúst og erum að deyja úr spennu, strákana hlakkar mikið til að fá sérherbergi og eru búnir að safna pening í allt sumar til að kaupa PS 2 tölvu.
Kristín Birna er sko að flýta sé að stækka og í 3. mánaða skoðuninni var skvísan 61,5 cm og 6,15 kg ... flottar tölur! Svo er hún búin að kíkja í heimsókn á Flateyri og voru allir rosalega ánægðir með það :)
jæja ég hef bara engan tíma í þetta bloggdæmi núna því ég er að prjóna geðveika lopapeysu hehe :)
p.s. þið sem voruð í vafa þá er Jón Elí rétt feðraður ... það er vísindalega staðfest ;)
kveðja úr víkinn fögru
Katrín prjónakona