góðan daginn. Ég vil nú byrja á því að þakka fyrir allar fallegu kveðjurnar og hugsanirnar sem við höfuð fengið undanfarinn mánuð, við erum svo ótrúlega heppin að eiga svona mikið af góðu fólki að. En í dag er Kristín Birna prinsessan okkar mánaðar gömul,hún dafnar rosalega vel og er svo stillt og góð (einsog mamman) ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
Við erum komin heim á Akureyri og auðvitað kom amma með okkur til að passa prinsessuna. Við erum búin að hafa það ágætt, Svava er hjá okkur og finnst strákunum það alveg frábært að hafa stóra frænku til að leika við sig og sækja sig á leikskólann.
Á sunnudaginn verður svo Jón Elí 4ra ára, og þá ætla ég nú að druslast til að baka kökur og bjóða í kaffi, svo er nú fullt fullt af skemmtilegu fólki að koma hingað á Ak um helgina t.d. ætlar Stebba sæta að mæta á svæðið, Helena mín, Guðbjörg gella og margir margir fleiri. Þannig að það er nóg að gera um helgina, því í kvöld er ég að fara í matarboð sem Georg Rúnar bauð mér formlega í áðan hehe hann er snillingur þessi drengur, svo annað kvöld er Magna besta mín búin að bjóða mér í stelpu partý og svo þess á milli ætla ég að baka og lesa lyfjafræði og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum mínum.