jæja góða kvöldið það er víst kominn tími til að skrifa einhverjar fréttir úr flensubælinu. Það er nú margt búið að gerast því á sunnudagskvöldið síðasta var mér hætt að lítast á Ágúst Helga þar sem hann var orðinn ansi slappur þannig að ég hringdi SOS símtal í Mögnu og bað hana að koma, hún kom seint um kvöldið og leist heldur ekkert á blikuna þannig að ákveðið var að bruna með hann niður á bráðamóttöku og Una reddaði mér með því að passa Jón Elí. Við tók löng nótt... lungnamyndatökur, blóðprufur og svo vökvi í æð og sýklalyf ... já haldiði ekki að prinsinn hafi verið kominn með lungnabólgu í bæði lungu og var lagður inn á barnadeildina, en fékk þó að koma heim daginn eftir og amma kom beinustu leið að vestan til að redda hlutunum.
Ég er ekki ennþá búin að ná mér af þessari óþverra pest og Ágúst er ansi slappur ennþá, hann fór með ömmu sinni í dag og ætluðu þau að fara vestur en komust bara til reykjavíkur og í útsýnisflug yfir vestfirði og svo snéri vélin við. Hann verður semsagt í "endurhæfingu" hjá ömmu og svo förum ég og Jón Elí vestur eftir 3 vikur og verðum þar í rúman mánuð því ég er að fara í verknám á sjúkrahúsið á Ísafirði.
Jæja nóg komið af veikindafréttum hehe ... ekki margt annað að frétta þessa dagana, en ég bara VERÐ að fara að hressast svo ég geti farið að kíkja á djammið hér á AK áður en ég fer vestur, missti af sálinni og alles :(
jæja hafið það gott og vona að allir séu við góða heilsu :)